Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018

Reykjavíkurmaraþonið fór vel af stað og hlupu 24 manns fyrir Samhjálp. Það söfnuðust 600.000 krónur.

Takk takk takk!

Aldrei hefur safnast eins mikið í Reykjavíkurmaraþoni og nú. Við erum ákaflega þakklát fyrir hverja krónu. Samtökin fagna 45 ára afmæli í ár en þau voru stofnuð þann 31. janúar 1973.

Við erum þakklát öllum þeim sem hlupu og þeim sem studdu við bakið á hlaupurunum. Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum! Takk fyrir þinn stuðning, hann skiptir máli! Hægt er að sjá myndir úr hlaupinu inni á Facebook-síðu samtakanna: https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2152317678320736&id=100006275738144&__xts__