• Hlaðgerðarkot, umsókn í meðferð í síma 566-6148

  • Móttaka umsókna á áfangaheimilið Spor - Sendið tölvupóst á afangaheimili@samhjalp.is

Fréttir

Hjá okkur er alltaf eitthvað að frétta

Samhjálp fær kaffi

JDE Retail er kaffibirgi í Hollandi og náinn samstarfsaðili Ölgerðarinnar. Í ljósi aðstæðna vegna Covid 19 vildi fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að styðja við íslenskt þjóðfélag og gefa Gevalia Instant kaffi til þeirra sem á þurfa að halda. Ölgerðin hefur á síðustu dögum dreift gjöfinni til íslenskra hjálparsamtaka, dvalarheimila, löggæslunnar, almannavarna og björgunarsveita. Samhjálp sótti kaffi til Ölgerðarinnar á dögunum og hefur það svo sannarlega komið að góðum notum. Við erum stolt og þakklát fyrir þann samstöðumátt sem skín í gegn á þessum tímum um allan heim, en þess má geta að Eimskip lagði sitt af mörkum með hagstæðum flutningi.

Lesa meira

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur nú að átakinu „Hjólað í vinnuna“. Allir geta tekið þátt svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til og frá vinnu þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv.

Lesa meira

Aðalfundur Samhjálpar verður haldinn fimmtudaginn 28. maí n.k. kl. 17:00 í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.

Lesa meira

Þann 4. maí n.k. munum við byrja að taka inn skjólstæðinga sem eru á biðlista til að komast að í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir þessa aðila og það gleður okkur mjög mikið að geta fjölgað aftur í húsi hjá okkur. Við munum þó að sjálfsögðu halda áfram að fara eftir leiðbeiningum almannavarna vegna Covid-19.

Lesa meira